Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Innherji verður til

Fjölmiðlar á Íslandi þurfa að laga sig að breyttum veruleika. Tæknirisar hrifsa til sín sífellt stærri hlut af auglýsingatekjum, Ríksútvarpið heldur uppteknum hætti í samkeppni við einkamiðla og verðhækkanir á pappír grafa undan rekstrargrundvelli prentmiðla sem var veikur fyrir. Afleiðingarnar birtast okkur í atgervisflótta í blaðamennsku og því að rekstur stórra prentmiðla er háður innspýtingu frá eigendum þeirra. Þetta er vonlaus staða.

Verð­miðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og líf­eyris­sjóðir geta keypt fimmtungs­hlut

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu.

Áhættumat banka Samherja til skoðunar 

Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað.

Hikandi við að leggja Play til hlutafé 

Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins.

Vogabakki kaupir 40 prósent í Múrbúðinni

Viðskiptafélagarnir Árni og Hallbjörn gengu nýlega frá kaupum í Múrbúðinni og eru nú stærstu hluthafar byggingavöruverslunarinnar. Sjóður í stýringu GAMMA seldi meðal annars hlut sinn. Árni tekinn við sem stjórnarformaður.

Vilja minnka fyrirtækjalánasafnið um 20 prósent 

Arion banki stefnir að því að minnka lánasafn bankans til fyrirtækja um tuttugu prósent fyrir árslok 2020 en í lok þriðja ársfjórðungs nam bókfært virði fyrirtækja­lána bankans um 404 milljörðum króna.

Sjá meira