Biden fordæmir „hatursfulla“ löggjöf gegn hinsegin fræðslu Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýnir harðlega frumvarp sem liggur fyrir þinginu í Flórída, þar sem kveðið er á um bann gegn því að minnast á samkynhneigð í barnaskólum. 10.2.2022 08:29
61 prósent landsmanna frekar eða mjög andvíg kvótakerfinu Ríflega 60 prósent landsmanna eru andvíg kvótakerfinu en 20 prósent eru mjög eða frekar hlynnt því. Andstaðan er meiri meðal kvenna en karla og meiri hjá þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu en hjá þeim sem búa á landsbyggðinni. 10.2.2022 07:12
Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10.2.2022 06:54
Marta fer ekki fram gegn Hildi en gefur kost á sér í annað sætið Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hyggst ekki fara fram gegn Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þess í stað sækist hún eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins. 10.2.2022 06:32
Covid-greiningum fjölgað um 100 milljónir á aðeins mánuði Í gær höfðu 400 milljónir einstaklinga greinst með Covid-19 í heiminum. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að aðeins mánuður er síðan 300 milljónir höfðu greinst. 9.2.2022 10:38
Langvarandi notkun parasetamóls auki mögulega áhættuna á hjartasjúkdómum Einstaklingar með háþrýsting sem taka parasetamól við krónískum verkjum gætu verið í aukinni áhættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Edinborgarháskóla. 9.2.2022 09:14
Skipuleggjendum sagt upp störfum en fyrirtækið segir ekki um að ræða hefndaraðgerðir Nokkrum starfsmönnum kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur verið sagt upp störfum vegna aðkomu þeirra að skipulagningu stofnunar verkalýðsfélags starfsmanna keðjunnar í Tennessee. 9.2.2022 08:00
Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9.2.2022 07:14
Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9.2.2022 06:37
Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8.2.2022 12:01