Fasteignasali metur jarðirnar 70 milljón krónum verðmætari en FSRE Jarðirnar Eystri-Kirkjubær og Vestri-Kirkjubær hafa verið metnar á 171 milljón króna af fasteignasala. Ríkiskaup höfðu metið jarðirnar á 105 milljónir króna árið 2019, þegar Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, óskaði fyrst eftir því að fá að kaupa þær. 8.2.2022 08:26
Þolandi kynferðisofbeldis fær formlega afsökunarbeiðni forsætisráðherra Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðið konu formlega afsökunar sem var hunsuð og útskúfuð eftir að hún tilkynnti að sér hefði verið nauðgað af samstarfsmanni sínum. Konan starfaði fyrir tvo ráðherra í áströlsku ríkisstjórninni. 8.2.2022 07:34
Gögn sem sýndu staðsetningu vélarinnar hafi gengið manna á milli en ratað seint til lögreglu Mikilvæg gögn, sem reyndust sýna nákvæmlega hvar flugvélina sem leitað var að í síðustu viku var að finna, gengu manna á milli en rötuðu ekki til þeirra sem stjórnuðu leitinni fyrr en seinna. 8.2.2022 06:27
Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6.2.2022 14:45
Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári. Þetta segir yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við undirbúning skimanaverkefnisins hefst í mars. 4.2.2022 11:43
Sakar Arnþór um að kasta „skítabombum“ í stjórn SÁÁ Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt. 4.2.2022 10:42
Einangrun styttist úr sjö dögum í fimm eftir helgi Einangrun einstaklinga sem hafa greinst með Covid-19 styttist úr sjö dögum í fimm eftir helgi. Frá þessu greindi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4.2.2022 09:01
Flestar beiðnir um nektarmyndir koma frá ókunnugum Algengast er að börn og ungmenni séu beðin um það af ókunnugum að senda eða deila af sér nektarmyndum. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri. 4.2.2022 08:12
Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. 4.2.2022 07:42
Þungunarrofum ekki fjölgað þrátt fyrir breytta löggjöf Árið 2020 voru 962 þungunarrof framkvæmd á Íslandi, sem jafngildir 11,3 á hverjar þúsund konur á frjósemisaldri, það er að segja konur á aldrinum 15 til 49 ára. Flestar kvennanna sem gegnust undir þungunarrof voru á þrítugsaldri. 4.2.2022 06:49