Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni. 16.2.2022 06:56
Ók vélsleða á hús Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en vaktin hófst með tilkynningum um þriggja bíla árekstur í Hafnarfirði og beiðni um aðstoð eftir að vélsleða var ekið á hús. 16.2.2022 06:28
Standa ekki lengur við fjárhagsskýrslur fyrirtækis Trumps Endurskoðunarfyrirtækið Mazars USA segist ekki lengur geta staðið við árlegar fjárhagsskýrslur sem fyrirtækið gaf út fyrir hönd Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 15.2.2022 10:18
Þórdís fer fram gegn nöfnu sinni Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hefur ákveðið að sækjast eftir oddvitasætinu í prófkjöri Viðreisnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Nafna hennar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti, sækist einnig eftir fyrsta sætinu. 15.2.2022 07:28
75 prósent hlynnt því að fólk sé látið víkja í kjölfar ásakana um kynferðisbrot 75 prósent svarenda í skoðanakönnun Prósents sögðust hlynnt því að einstaklingum sem hefðu verið ásakaðir um kynferðisbrot væri vikið frá störfum. Fimmtán prósent svarenda sögðust hvorki vera hlynnt því né ekki en aðeins 10 prósent voru andvíg. 15.2.2022 06:52
Hefur áhyggjur af því hversu auðvelt sé að flytja inn byssur Stjórn Landssambands lögreglumanna mun funda í dag og ræða vopnaburð og öryggismál lögregluþjóna. Fjölnir Sæmundsson, formaður sambandsins, segir skoðanir skiptar á almennum vopnaburði lögreglumanna. 15.2.2022 06:26
Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14.2.2022 10:15
„Látum Belgíu verða land án netverslunar“ segir leiðtogi Sósíalista Hugmynd leiðtoga eins af stjórnarflokkunum í Belgíu hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar í landi en hann lagði til á dögunum að netverslun yrði bönnuð til að auka veg „alvöru“ verslana og draga úr yfirvinnu í vöruhúsum. 14.2.2022 09:03
Röskun á akstri Strætó á landsbyggðinni vegna óveðurs og ófærðar Óveður og ófærð mun hafa áhrif á akstur Strætó á landsbyggðinni í dag en eins og stendur er til að mynda enginn akstur á leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mun stjórnstöð Strætó senda út tilkynningu um leið og akstur hefst á nýjan leik. 14.2.2022 08:14
Víða lokað og þungfært Snjóþekja er á vegum á höfuðborgarsvæðinu og þungfært sums staðar. Fréttastofu hafa borist fregnir af því að sumir íbúar eigi erfitt að komast af stað í vinnuna, þar sem erfitt er að koma bifreiðum úr stæðum. 14.2.2022 07:24