Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni

Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“.

Gróðureldum fjölgar og þörf á að efla viðbúnað slökkviliðs

Árið 2021 voru 186 gróðureldar skráðir á Íslandi og hefur þeim farið verulega fjölgandi en árið 2018 voru þeir 76. Starfshópur á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir nauðsynlegt að efla viðbúnað slökkviliðs og fjárfesta í fleiri slökkviskjólum.

28.000 konur sóttu um 30 störf í Sádi Arabíu

Tuttugu og átta þúsund konur sóttu um 30 lestarstjórastörf í Sádi Arabíu en aðeins um þrjú ár eru liðin frá því að stjórnvöld heimiluðu konum að aka bifreiðum.

Slagsmálahundur neitaði að segja til nafns

Lögreglu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í miðbænum á sama tíma í gærkvöldi, rétt fyrir miðnætti. Í öðru tilvikinu voru allir á brott þegar lögregla kom á staðinn en í hinu var einn handtekinn. Sá vildi ekki segja til nafns og var vistaður í fangageymslu.

Hafa notað lífsýni þolenda til að bendla þá við aðra glæpi

Upp hefur komist að lögreglan í San Francisco hefur verið að nota erfðaupplýsingar þolenda kynferðisbrota til að tengja þá við aðra glæpi. Yfirsaksóknari borgarinnar segir lögreglu fara með þolendur eins og sönnunargögn og vill banna athæfið.

Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid

Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. 

Sjá meira