Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök

Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi.

Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt

Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig.

Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO

Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn.

Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas

Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala.

Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi

Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi.

Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá.

Sjá meira