Fyrsta haustlægð vetrarins skall á með látum þegar hún kom til landsins í fyrrinótt. Veðrið var verst á Austurlandi en á Akureyri fór allt á kaf.
Á morgun hefjast bólusetningar í Laugardalshöll á ný. Á boðstólnum verður fjórði skammtur gegn Covid og inflúensusprautan.
Nýtt hjúkrunarheimili opnar á Selfossi eftir mánaðarmót með plássi fyrir fjörutíu íbúa af höfuðborgarsvæðinu og tuttugu af Suðurlandi.
Kona gæti orðið forsætisráðherra Ítalíu í fyrsta sinn en þjóðernispopúlistar unnu stórsigur í þingkosningunum í gær.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.