Ekkert barn veiktist alvarlega af Covid-19 fyrir haustið 2021 Ekkert þeirra barna sem greindust með Covid-19 fyrir haustið 2021 varð alvarlega veikt, þrátt fyrir að börnin hefðu ekki verið bólusett. Tæpur fjórðungur var einkennalaus en þrjú af hverjum fjórum sýndu meðalmikil einkenni. 12.7.2022 06:40
Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum til að greiða götu sína Stjórnendur Uber nýttu sér ofbeldi gegn ökumönnum fyrirtækisins til að auglýsa fyrirtækið og hafa áhrif á löggjafa í þeim ríkjum þar sem þeir vildu koma starfsemi sinni á fót. Þá voru digrir sjóðir frá fjárfestum notaðir til að niðurgreiða þjónustuna og grafa undan samkeppnisaðilum. 11.7.2022 14:31
Johnson segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann „Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins. 11.7.2022 11:45
Fátt um svör eftir að sextán kóalabirnir fundust dauðir Sextán kóalabirnir hafa fundist dauðir á trjáplantekru í Viktoríuríki í Ástralíu en dánarorsök þeirra er ókunn. Þrettán birnir fundust dauðir 14. júní síðastliðnir og þrír hafa fundist eftir það. 11.7.2022 10:58
Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11.7.2022 10:23
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11.7.2022 08:45
Beittu vafasömum og ólögmætum aðferðum í tilraun til heimsyfirráða Um 40 fjölmiðlar um allan heim munu á næstu dögum og vikum birta fréttir upp úr umfangsmiklum gagnaleka til Guardian, sem meðal annars leiðir í ljós hvernig forsvarsmenn Uber beittu siðferðilega vafasömum aðferðum við að koma starfsemi fyrirtækisins á fót í borgum heims. 11.7.2022 07:01
Lögregla kölluð til vegna óstýrlátra viðskiptavina Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út um kvöldmatarleytið í gær vegna þriggja einstaklinga sem voru til vandræða á veitingastað í póstnúmerinu 111. Var einstaklingunum vísað á brott. 11.7.2022 06:22
Milljónir syrgja einn þekktasta og besta Minecraft-spilara heims Milljónir tölvuleikaaðdáenda út um allan heim syrgja nú einn þekktasta og besta Minecraft-leikmann heims. Alex, eða Technoblade eins og hann kallaði sig í netheimum, lést úr krabbameini í gær. Hann var aðeins 23 ára gamall. 1.7.2022 12:50
147 umsækjendur um alþjóðlega vernd bíða brottvísunar, þar af 20 börn Hinn 1. júní síðastliðinn biðu 169 einstaklingar frávísunar eða brottvísunar, þar af 22 börn. Af þessum 169 hafa 147 fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, þar af 20 börn. 1.7.2022 10:55