147 umsækjendur um alþjóðlega vernd bíða brottvísunar, þar af 20 börn Hinn 1. júní síðastliðinn biðu 169 einstaklingar frávísunar eða brottvísunar, þar af 22 börn. Af þessum 169 hafa 147 fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, þar af 20 börn. 1.7.2022 10:55
Vaktin: Tala látinna fer hækkandi eftir loftárás Rússa í Odesa Tala látinna fer hækkandi eftir loftárásir Rússa sem lentu á íbúðabyggingu og tómstundamiðstöð í úkraínsku borginni Odesa í nótt. Staðfest tala látinna er nú 21 en þar af eru tvö börn. Auk þess voru 38 fluttit á sjúkrahús eftir árásina. 1.7.2022 08:35
„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. 1.7.2022 07:45
Segir „glórulaust“ að heimila heimsendingu áfengis „Fyrir fólkið okkar sem á við vanda að stríða kallar það á ýmsa snúninga að þurfa að fara í Ríkið. Kannski þarf að panta leigubíl, kannski skammast fólk sín og fer í fleiri en eitt Ríki. En þarna fær fólk heimsent áfengi, einn tveir og þrír. Þetta auðveldar áfengisinnkaup og afleiðingar geta orðið mjög slæmar.“ 1.7.2022 06:48
Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. 30.6.2022 10:42
Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30.6.2022 08:57
Landbúnaðarháskólanum falið að koma með tillögur um eflingu kornræktar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur falið Landbúnaðarháskóla Íslands að vinna drög að aðgerðaáætlun til eflingar kornræktar. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, þar sem segir að mikilvægi innlendrar kornræktar hafi aukist verulega í tengslum við fæðuöryggi þjóðarinnar. 30.6.2022 08:08
Bandaríkjamenn telja Pútín enn vilja ná stórum hluta Úkraínu á sitt vald Öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta enn vilja ná stórum hluta Úkraínu á sitt vald. Þau segja hersveitir Rússa hins vegar orðnar svo rýrar að þær séu eingöngu færar um hægfara sókn. 30.6.2022 06:58
Óviðræðuhæfur maður vistaður í fangageymslu eftir að hafa reynt að sparka í lögreglumenn Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær vegna slagsmála, eignaspjalla og fleiri brota en þegar flytja átti manninn á lögreglustöð freistaði hann þess að sparka í lögreglumenn. Maðurinn gistir fangageymslur þar til hann verður viðræðuhæfur, segir í dagbók lögreglunnar. 30.6.2022 06:37
Vaktin: Myndskeið sýnir árásina á verslunarmiðstöðina Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu skapa óstöðugleika og að í augum stjórnvalda í Rússlandi sé um að ræða neikvæða þróun. 29.6.2022 08:56