Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dregur enn úr atvinnuleysi sem mælist nú 3,1 prósent

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1 prósent og minnkaði um 0,1 prósent milli mánaða. Að meðaltali voru 6.009 atvinnulausir í ágúst, 3.276 karlar og 2.733 konur. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 5,3 prósent og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,4 prósent.

Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa

Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands.

Krabbameinsdeildin löngu sprungin og engin lausn á borðinu

Krabbameinsdeild Landspítalans er löngu sprungin og engar lausnir í sjónmáli, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinskjarna spítalans, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir aðstöðuna á deildinni langt í frá ásættanlega og að veikt fólk geti ekki beðið.

Boðar her­kvaðningu og hótar kjarn­orku­stríði

Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar, nýjustu vendingar í málum Flokks fólksins, aðför lögreglu gegn blaðamönnum og vindmyllufellingar verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Kallar konurnar „upp­hlaups­mann­eskjur“ og „svika­kvensur“

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net þar sem hann svarar þremur konum á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti.

Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést

Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Útför Elísabetar Bretadrottningar, eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar, ólga meðal presta og ofsaveður í Japan verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Sjá meira