Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19.9.2022 06:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ólga meðal presta, ráðning þjóðminjavarðar, fjárlög og loftslagsmálin verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 16.9.2022 11:51
Ellefu klukkustunda bið í sjö kílómetra langri röð Biðin eftir því að votta Elísabetu Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Abbey er nú um ellefu klukkustundir og telur röðin sjö kílómetra. 16.9.2022 07:35
1.573 lyfjatengd atvik skráð árið 2021 Hérlendis voru 11.474 atvik skráð í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu árið 2021. Algengustu skráðu atvikin voru byltur en lyfjatengd atvik voru næst algengust, 1.573 talsins, eða 14 prósent. Með atviki er átt við eitthvað sem má betur fara við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings. 16.9.2022 07:13
Mikilvægt að stuðla að því að allir geti eignast vistvæna bifreið Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki standa til að hætta að styðja við kaup á rafbílum. Markmiðin um orkuskipti til að ná markmiðum í loftslagsmálum séu afar mikilvæg. 16.9.2022 06:34
Hádegisfréttir Bylgjunnar Salan á Mílu, forsetaframboð formanns VR, fjárlög ársins 2023 og kynferðisleg áreitni innan kirkjunnar verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 15.9.2022 11:43
Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15.9.2022 10:13
Segir ekkert samkomulag hafa náðst um breyttar áherslur í heilbrigðismálum Ekkert samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkana um að breyta áherslum í heilbrigðismálum, að sögn Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 15.9.2022 07:09
Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. 14.9.2022 12:21
Hádegisfréttir Bylgjunnar Vendingar innan ASÍ, ólga innan Flokks fólksins, staða kvikmyndagerðar og Covid-rannsóknir verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 14.9.2022 11:34