Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. 14.9.2022 07:46
Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14.9.2022 07:21
Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. 14.9.2022 07:06
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjárlög, aðfararaðgerðir, heimilisofbeldi og ólga innan Flokks fólksins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 13.9.2022 11:34
Áhorf á Krúnuna eykst um 800 prósent Áhorf á Netflix þættina Krúnan, eða The Crown, hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet II Bretadrottning féll frá. 13.9.2022 08:54
Afar ólík viðbrögð við fyrirspurn um aðfarargerðir á heilbrigðisstofnunum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, virðist ekki vilja svara því beint hvort hann telji forsvaranlegt að aðfarargerðir til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá séu framkvæmdar á heilbrigðisstofnunum. 13.9.2022 07:57
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13.9.2022 07:11
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjárlög ársins 2023, börn sem líða skort, strokulax og verndun Geysissvæðisins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12.9.2022 11:38
Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. 12.9.2022 07:29
Hádegisfréttir Bylgjunnar Andlát Elísabetar Bretadrottningar, aðsetur sýslumanns Íslands og umspil um sæti á HM verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 9.9.2022 11:56