Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Slökkvi­lið bjargaði gínu úr Hafnar­fjarðar­höfn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur.

Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu

Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar.

Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News

Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi.

Síðasta orrusta Wagner?

Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum.

„Okkur finnast þetta vera stjórnsýsluleg fantabrögð“

„Við erum algjörlega steinhissa og í raun misboðið yfir þeim fréttum að ráðuneytið skuli þegar eiga í viðræðum við KGRP um rekstur nýrra bálstofu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins.

Öllum starfs­mönnum List­dans­skóla Ís­lands sagt upp

Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur.

Sjá meira