„Búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2023 06:51 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er meðal þeirra sem skrifar undir umsögnina. Vísir/Vilhelm Öryrkjabandalag Íslands segir ekki hægt að verjast þeirri hugsun að með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf og skipulagi sé verið að veita leyfi til að „búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“ Þetta kemur fram í umsögn ÖBÍ um frumvarpið, þar sem samráðsleysi er einnig gagnrýnt en ÖBÍ hafi hvorki verið boðin aðkoma að málinu á fyrri stigum né óksað eftir umsögn bandalagsins. ÖBÍ leggst gegn frumvarpinu. Umrætt frumvarp heimilar Skipulagsstofnun meðal annars að veita tímabundnar undanþágur frá einstökum greinum laga um mannvirki og skipulagslögum þegar um er að ræða tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. ÖBÍ segir hins vegar þversagnir í frumvarpinu; á sama tíma og framkvæmdavaldið ætli að veita undanþágur frá ýmsum kröfum skorti á skýr viðmið um hversu umfangsmiklar þær mega vera. „Í því ljósi telur ÖBÍ það óásættanlega stjórnsýslu að fela ráðherra heimild til að útfæra frekari útfærslu á ákvæðum og reglum síðar, þegar umfang og viðmið frumvarpsins eru jafn óskýr og raun ber vitni. Reynslan sýnir að undanþágur eru alltaf varasamar og bráðabirgðaheimildir eru yfirleitt komnar til að vera,“ segir í frumvarpinu. Þá segir að eftirliti sé þegar mjög ábótavant og gagnrýnt að í frumvarpinu sé ekki eitt orð að finna um fatlað fólk. „Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hér sé verið að veita leyfi til að búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu. Í frumvarpinu kemur fram að ef nýta á húsnæðið lengur en 1,5 ár sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk verður að sækja um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins svo að það verði tilbúið í síðasta lagi 3,5 árum eftir að það er tekið í notkun. Við hvaða aðstæður þarf fólkið að búa fyrstu árin ef húsnæðið mætir ekki viðeigandi öryggiskröfum?“ spyr ÖBÍ. „Í dag má finna fjölmörg dæmi um að fólk neyðist til að flytja inn í heilsuspillandi og ósamþykktar íbúðir, þrátt fyrir núgildandi lög og reglur sem eiga að vernda fólk frá slíku. Ef framkvæmdarvaldið er ófært um að vernda jaðarsett fólk sem býr í dag við óviðunandi aðstæður þá mun fyrirhuguð sala ríkisins á ósamþykktum íbúðum einungis auka þann vanda sem er nú til staðar.“ Málefni fatlaðs fólks Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn ÖBÍ um frumvarpið, þar sem samráðsleysi er einnig gagnrýnt en ÖBÍ hafi hvorki verið boðin aðkoma að málinu á fyrri stigum né óksað eftir umsögn bandalagsins. ÖBÍ leggst gegn frumvarpinu. Umrætt frumvarp heimilar Skipulagsstofnun meðal annars að veita tímabundnar undanþágur frá einstökum greinum laga um mannvirki og skipulagslögum þegar um er að ræða tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. ÖBÍ segir hins vegar þversagnir í frumvarpinu; á sama tíma og framkvæmdavaldið ætli að veita undanþágur frá ýmsum kröfum skorti á skýr viðmið um hversu umfangsmiklar þær mega vera. „Í því ljósi telur ÖBÍ það óásættanlega stjórnsýslu að fela ráðherra heimild til að útfæra frekari útfærslu á ákvæðum og reglum síðar, þegar umfang og viðmið frumvarpsins eru jafn óskýr og raun ber vitni. Reynslan sýnir að undanþágur eru alltaf varasamar og bráðabirgðaheimildir eru yfirleitt komnar til að vera,“ segir í frumvarpinu. Þá segir að eftirliti sé þegar mjög ábótavant og gagnrýnt að í frumvarpinu sé ekki eitt orð að finna um fatlað fólk. „Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hér sé verið að veita leyfi til að búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu. Í frumvarpinu kemur fram að ef nýta á húsnæðið lengur en 1,5 ár sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk verður að sækja um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins svo að það verði tilbúið í síðasta lagi 3,5 árum eftir að það er tekið í notkun. Við hvaða aðstæður þarf fólkið að búa fyrstu árin ef húsnæðið mætir ekki viðeigandi öryggiskröfum?“ spyr ÖBÍ. „Í dag má finna fjölmörg dæmi um að fólk neyðist til að flytja inn í heilsuspillandi og ósamþykktar íbúðir, þrátt fyrir núgildandi lög og reglur sem eiga að vernda fólk frá slíku. Ef framkvæmdarvaldið er ófært um að vernda jaðarsett fólk sem býr í dag við óviðunandi aðstæður þá mun fyrirhuguð sala ríkisins á ósamþykktum íbúðum einungis auka þann vanda sem er nú til staðar.“
Málefni fatlaðs fólks Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sjá meira