Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3.4.2023 13:22
Trump hyggst ávarpa stuðningsmenn sína eftir þingfestingu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður í baráttuhug en hann flýgur til New York í dag. Þar mun hann verða dreginn fyrir dómara á morgun og látinn svara ákærum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 3.4.2023 08:00
Kallar Eddu „ofbeldisblaðamann“ og sakar hana um ritstuld Eva Hauksdóttir lögmaður kallar Eddu Falak, hlaðvarpsstjórnanda og blaðamann Heimildarinnar, „ofbeldisblaðamann“ í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun og sakar hana jafnframt um ritstuld. 3.4.2023 07:32
Um 90 prósent Parísarbúa vill banna rafhlaupahjól til leigu Íbúar Parísarborgar hafa kveðið upp sinn dóm; rafmagnshlaupahjól til leigu verða gerð útlæg úr borginni. Um 90 prósent borgarbúa greiddu atkvæði með banni gegn farartækjunum, sem þykja hin mestu skaðræði. 3.4.2023 07:01
Fjarlægðu skráningarmerki af bíl og fengu tvo eftirlýsta í kaupbæti Nokkuð forvitnileg uppákoma átti sér stað í gærkvöldi eða nótt þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á ferðinni og veitti því athygli að skráningarmerki á bifreið tilheyrði öðru ökutæki. 3.4.2023 06:23
FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31.3.2023 12:53
Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða. 31.3.2023 10:32
Segja Rússa ætla að bjóða Norður-Kóreu mat fyrir vopn Rússar hyggjast gera út sendinefnd til Norður-Kóreu, sem mun bjóða þarlendum ráðamönnum mat fyrir vopn. Þetta sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 31.3.2023 08:08
Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. 31.3.2023 07:14
Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. 31.3.2023 06:48