Milljarða halli á borginni og fast skotið á ríkið vegna fatlaðs fólks Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27.4.2023 13:27
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27.4.2023 07:19
Hnífaþjófnaður, háreysti og líkamsárásir meðal verkefna lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð út vegna einstaklings sem var staðinn að því að stela hnífum úr ónefndri verslun og fela þá innan klæða. 27.4.2023 06:47
Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. 26.4.2023 12:03
Japanir í baráttu gegn veiðiþjófnaði á sæbjúgum Lögregluyfirvöld í Japan hafa handtekið fimm einstaklinga í tengslum við þjófnað á um það bil 600 kílóum af sæbjúgum. Sæbjúgun eru heldur ófrýnileg en þykja hið mesta lostæti og hafa vakið athygli skipulagðra glæpahópa í landinu. 26.4.2023 11:38
Tekinn af lífi fyrir samsæri um innflutning á kílói af kannabis Tangaraju Suppiah, 46 ára, hefur verið tekinn af lífi í Singapúr fyrir samsæri um smygl á kílói af kannabis. Tangaraju var hengdur í morgun, þrátt fyrir mótmæli Sameinuðu þjóðanna og aðgerðasinna. 26.4.2023 07:46
Mögulega aðeins „toppurinn á ísjakanum“ Að minnsta kosti 90 hafa fundist látnir á búgarði í Kenía, þar sem leiðtogi sértrúasöfnuðar er grunaður um að hafa fyrirskipað fylgjendum sínum að svelta sig til dauða til að „hitta Jesú“. 26.4.2023 07:01
Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. 26.4.2023 06:38
36 tillögur bárust í samkeppni um þróun Keldnalands Þrjátíu og sex tillögur bárust um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum í fyrri áfanga alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands. Dómnefnd mun nú leggjast yfir tillögurnar og velja fimm sem verða þróaðar áfram. 21.4.2023 13:00
Raab segir af sér vegna ásakana undirmanna um einelti Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Ástæðan eru niðurstöður rannsóknar á ásökunum fjölda undirmanna hans um einelti og áreiti. 21.4.2023 10:30