Barnanauðgarar eiga nú yfir höfði sér dauðarefsingu í Flórída Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi, hefur undirritað lög sem útvíkka dauðarefsinguna í ríkinu. Hér eftir verður hægt að dæma þá sem eru fundnir sekir um að nauðga barni yngra en 12 ára til dauða. 2.5.2023 08:28
Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2.5.2023 07:29
Pantaði sér pizzu á spítalafötunum eftir hamarsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 17:30 í gær um stórfellda líkamsárás í póstnúmerinu 111, þar sem einstaklingur hafði verið sleginn ítrekað í höfuðið með hamri. 2.5.2023 06:48
Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2.5.2023 06:33
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28.4.2023 12:46
Einn deyr úr ofneyslu á tíu klukkustunda fresti í San Francisco Alls létust 200 einstaklingar af völdum ofneyslu fíkniefna í San Francisco fyrstu þrjá mánuði ársins en um er að ræða 41 prósent aukningu frá fyrra ári. Þetta jafngildir því að einstaklingur látist úr ofneyslu á um tíu klukkustunda fresti. 28.4.2023 11:11
„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28.4.2023 08:59
Löggjafinn í Kansas samþykkir víðtækt salernis-bann Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum. 28.4.2023 07:24
Athugull borgari kom upp um felustað óhlýðins ökumanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kölluð út vegna líkamsárása í gær og einu sinni vegna hótana. Í tilkynningu lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir ekkert meira um líkamsárásirnar en einn var handtekinn í tengslum við hótanirnar. 28.4.2023 06:42
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28.4.2023 06:31