Uppskriftaforrit byggt á gervigreind býður upp á klórgas og annað misjafnt Nýtt uppskriftasmáforrit matvöruverslanakeðju á Nýja-Sjálandi sem byggir á gervigreind hefur stungið upp á heldur nýstárlegum uppskriftum við neytendur, til að mynda drykk sem er í raun klórgas og eitraðar samlokur. 10.8.2023 07:20
Fjárfestingar á öryggissvæðinu námu 5,6 milljörðum í fyrra Kostnaður við rekstur og fjárfestingar Íslendinga og Bandaríkjamanna á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ námu samtals rúmlega 5,6 milljörðum króna í fyrra. Hlutur Bandaríkjanna var 2,9 milljarðar, hlutur Íslands 2,7 milljarðar en fjárfesting Nató nam aðeins 53 milljónum króna. 10.8.2023 06:50
Fjórir handteknir vegna þjófnaða í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér. 10.8.2023 06:26
Atvinnuleysi 2,5 prósent í júní Atvinnuleysi var 2,5 prósent í júní og dróst saman um 1,2 prósentustig milli mánaða, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. 9.8.2023 09:47
2.300 skref hjálpa, 4.000 skref enn meira og 20.000 skref mest Ný rannsókn hefur leitt í ljós að með því að ganga 4.000 skref á dag má draga úr líkunum á því að deyja fyrir aldur fram. Áður var talið að 10.000 væri töfratalan en samkvæmt rannsókninni má sjá ávinning af aðeins 2.300 skrefum. 9.8.2023 09:32
Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. 9.8.2023 08:18
Rauði krossinn sekur um kynbundna mismunun Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum. 9.8.2023 07:18
Ógnandi hegðun á almannafæri og líkamsárás með hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær eftir að hann sýndi „ógnandi hegðun á almannafæri“. Fór maðurinn ekki að fyrirmælum lögreglu og sagðist meðal annars geta lamið lögreglumenn. 9.8.2023 06:30
Ítalía leggur 40 prósent „hvalrekaskatt“ á hagnað bankanna Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja 40 prósent skatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. 8.8.2023 09:54
Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. 8.8.2023 09:22