Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Steve Witkoff, ráðgjafi og erindreki Donald Trump Bandaríkjaforseta, segir annan áfanga friðaráætlunar Trump fyrir Gasa hafinn. Þetta þýddi að áherslan færðist nú frá því að koma á vopnahléi og á afvopnun Hamas, yfirtöku teknókrata á svæðinu og endurreisn. 15.1.2026 08:53
Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum, þar sem þau segja viðkomandi einstaklinga líklega til að þarfnast fjárhagslegrar aðstoðar frá hinu opinbera. 15.1.2026 07:39
Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. 15.1.2026 06:55
Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið fullvissaður um að stjórnvöld í Íran séu ekki lengur að drepa mótmælendur í landinu en að hann muni fylgjast með stöðu mála og sjá til með mögulegar hernaðaraðgerðir. 15.1.2026 06:37
Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt? 14.1.2026 12:29
Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Um það bil sautján prósent Bandaríkjamanna styðja fyrirætlanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig Grænland. Þá eru fjögur prósent fylgjandi hernaðaríhlutun. 14.1.2026 11:47
90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Níutíu prósentum landsmanna þótti áramótaskaupið gott og aðeins 3,3 prósentum þótti það slakt. Alls völdu 6,3 prósent valmöguleikann „bæði og“. 14.1.2026 08:55
Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið boðið sæti í svokallaðri „friðarstjórn“ sem á að hafa umsjón með Gasa næstu misserin og skipuleggja enduruppbyggingu svæðisins. 14.1.2026 08:12
Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Leikarinn Kiefer Sutherland, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum 24 og Designated Survivor, var handtekinn í Los Angeles á mánudag grunaður um líkamsárás á bílstjóra. 14.1.2026 07:16
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 en á dagskrá er meðal annars minningarstund vegna Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns og forseta Alþingis. 14.1.2026 06:57