Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup,“ segja séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir í aðsendri grein á Vísi í morgun. 23.1.2025 08:36
Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sólarorka sá Evrópu fyrir 11 prósentum af rafmagnsnotkun álfunnar árið 2024 en kolabrennsla fyrir 10 prósentum. Sérfræðingar segja um að ræða stór tímamót. 23.1.2025 07:36
Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Fimmti hver leigjandi á leigumarkaði býr í hverfi eða á stað þar sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Meðal leigjenda með tvö börn eða fleiri er hlutfallið 30 prósent. 23.1.2025 06:53
Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22.1.2025 07:47
„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22.1.2025 06:34
Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Stjórnvöld í Gvatemala búa sig nú undir að taka á móti þúsundum einstaklinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda úr landi. Stefnt er að því að reyna að virkja fólkið og nýta reynslu þess í þágu efnahagslífsins. 21.1.2025 12:57
Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Dularfullar kúlur sem urðu til þess að nokkrum ströndum í Sydney í Ástralíu var lokað í síðustu viku reyndust innihalda mettaðar fitusýrur, saurgerla og E. coli bakteríur. 21.1.2025 11:54
Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Viðbragðsaðilar á Gasa segjast gera ráð fyrir því að yfir 10 þúsund lík sé að finna í húsarústum á svæðinu. Vonir standa til að hægt verði að fjarlægja líkin á næstu 100 dögum en skortur á jarðýtum og öðrum búnaði mun líklega seinka aðgerðum. 21.1.2025 08:58
Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Matvælastofnun segir að komið hafi í ljós í kjölfar hópsýkingarinnar á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum að nauðsynlegt væri að skerpa á þekkingu og meðvitund almennings og matvælaframleiðenda um mikilvægi réttar meðhöndlunar á kjöti. 21.1.2025 07:46
Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. 21.1.2025 07:07