Dagskráin í dag: Opna bandaríska, Sumarmótin, rafíþróttir og NHL Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum fína fimmtudegi. 13.6.2024 06:00
Thiago Motta tekinn við Juventus Ítalska stórveldið Juventus hefur kynnt Thiago Motta til leiks sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins. 12.6.2024 23:16
Grótta sækir liðsstyrk frá föllnum Selfyssingum Grótta hefur samið við hornamanninn Sæþór Atlason um að leika mað liðinu á komandi leiktíð í Olís-deild karla í handbolta. 12.6.2024 22:30
Fyrsta trans konan til að vinna háskólatitil fær ekki að keppa á ÓL Bandaríska sundkonan Lia Thomas, sem varð á sínum tíma fyrsta trans íþróttamanneskjan til að vinna NCAA háskólatitil, fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa tapað dómsmáli gegn Alþjóðasundsambandinu, World Aquatics. 12.6.2024 21:45
Guðrún og stöllur enn með fullt hús eftir risasigur í Íslendingaslag Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir vægast sagt sannfærandi 7-0 útisigur gegn Växjö í kvöld. 12.6.2024 19:02
Gerði Portúgali að Evrópumeisturum og tekur nú við Aserbaídsjan Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Fernando Santos er tekinn við sem þjálfari karlalandsliðs Aserbaídsjan. 12.6.2024 18:31
Rifta samningi við dýrasta leikmann félagsins Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur og franski knattspyrnumaðurinn Tanguy Ndombele hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið. 12.6.2024 17:45
„Þreytuleg mistök og fáum þrjú mörk á okkur í seinni“ Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það ekki góða tilfinningu að þurfa að sækja boltann fjórum sinnum í eigið net í einum og sama leiknum. 10.6.2024 21:24
„Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu“ „Þetta var vissulega mjög erfitt,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 4-0 tap gegn Hollendingum í kvöld. 10.6.2024 21:14
Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. 10.6.2024 17:31