Íþróttafréttastjóri

Henry Birgir Gunnarsson

Henry Birgir er íþróttafréttastjóri á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gunnar er í geggjuðu formi

Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh.

Kavanagh: Ponzinibbio er enginn aumingi

Gunnar Nelson hefur oftar en ekki klárað sínar æfingabúðir hjá John Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar eingöngu á Íslandi.

Gunnar væri til í að sleppa hönskunum

Gunnar Nelson mun annan bardagann í röð berjast með hanska í small-stærð en þegar hann byrjaði hjá UFC var hann að nota hanska sem voru í large-stærð.

Hef beðið eftir þessu tækifæri

Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzin­ibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka.

Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann

Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios.

Gunnar: Fannst hann vera með lítinn haus

Gunnar Nelson mætti afslappaður venju samkvæmt á fjölmiðladag UFC í dag og fékk talsvert meiri athygli en andstæðingur hans, Santiago Ponzinibbio. Honum leist svo ágætlega á Argentínumanninn er hann hitti hann.

Sjá meira