Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kostn­að­ur vegn­a end­ur­skip­u­lagn­ing­ar hjá Arctic Advent­ur­es lit­ar af­kom­un­a

Talsvert var um einskiptiskostnað hjá Arctic Adventures vegna starfsmannabreytinga og endurskipulagningar á innra starfi félagsins á árinu 2023. Þótt tekjur hafi aukist um 37 prósent dróst hagnaður nokkuð saman af þeim völdum. Fyrirtækið keypti Kerið í Grímsnesi í fyrra en samkvæmt fjárhagsupplýsingum frá Arctic Adventures námu fjárfestingar í fasteignum og landi tæplega tveimur milljörðum.

Of ströng beit­ing sam­keppn­is­lag­a hindr­un við upp­bygg­ing­u fjar­skipt­a­inn­við­a

Æskilegt er að fjarskiptafyrirtæki geti í meira mæli haft samstarf um uppbyggingu á 5G neti og öðrum fjarskiptainnviðum. Það hefur enda sýnt sig að skynsamleg samnýting innviða lækkar verð til endanotenda og þannig er hægt að koma nýjustu tækni fyrr til notenda. Samkeppnislög hvað þetta varðar eru ekki endilega vandamál hérlendis heldur fremur beiting þeirra, segir forstjóri Mílu.

Ó­venj­u hátt skatt­hlut­fall Ari­on vegn­a fram­virkr­a samn­ing­a

Yfir lengra tímabil hafa framvirkir samningar sem Arion banki hefur veitt viðskiptavinum leitt til lægra virks skatthlutfalls, upplýsti bankastjóri. Hagnaður af slíkum samningum urðu til þess að skatthlutfallið var óvenju hátt á fyrsta ársfjórðungi sem kom greinendum á óvart. Hann gerir ráð fyrir því að þróunin verði með öðrum hætti á yfirstandi ársfjórðungi.

Hlut­a­bréf­a­verð flug­fé­lag­ann­a fell­ur og smærr­i fjár­fest­ar færa sig í Al­vot­ech

Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

Auð­veld­ar­a að byggj­a ol­í­u­knú­in ork­u­ver en um­hverf­is­væn

Rammaáætlun „þverbrýtur“ ítrekað stjórnsýslulög vegna málshraða. Afleiðingarnar eru meðal annars að auðveldara er að byggja olíuknúin orkuver á Íslandi en umhverfisvæn því þau nýta ekki innlendar auðlindir, segir framkvæmdastjóri StormOrku. Landsvirkjun vekur athygli á að nýleg löggjöf Evrópusambandsins á sviði endurnýjanlegrar orku geri ráð fyrir að leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar orkuvinnslu skuli að hámarki taka tvö ár en hún hefur ekki verið innleidd að fullu hérlendis.

Öryggis­mið­stöðin metin á 3,8 milljarða í kaupum VEX á nærri helmings­hlut

Þegar framtakssjóðurinn VEX gekk frá kaupum á samtals um 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni um mitt árið í fyrra af breiðum hópi fjárfesta þá var allt hlutafé fyrirtækisins verðmetið á liðlega 3,8 milljarða í viðskiptunum. Sjóðurinn stóð einnig að fjárfestingu fyrir meira en 1,6 milljarða í bandaríska skyrframleiðandanum Icelandic Provision á liðnu ári sem tryggði honum yfir tíu prósenta hlut í félaginu.

Sjá meira