Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grein­­and­­i gagn­r­ýn­­ir Ís­lands­b­ank­­a fyr­­ir lé­­leg­­a upp­­­lýs­­ing­­a­­gjöf við sekt FME

Hlutabréfagreinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir að hafa ekki upplýst markaðinn fyrr hve alvarlegum augum Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) leit brot bankans í tengslum við sölu á eigin bréfum. Þá hefði Jakobsson Capital lagt aukið álag á ávöxtunarkröfu Íslandsbanka – sem stuðlar að lægra verðmati – við upphaf árs.

Sam­ein­að fé­lag Reg­ins og Eik­ar gæti greitt 5 til 6 millj­arð­a í arð

Sameinað fasteignafélag Regins og Eikar ætti að geta greitt 5 til 6 milljarða króna í arð á ári eða 6,3-7,6 prósent af markaðsvirði, sagði forstjóri Regins og benti á að um væri að ræða breytingu á uppleggi varðandi samrunann. Arðgreiðslurnar væru verðtryggðar því leigusamningar væru að stofni til verðtryggðir.

For­stjór­i Kvik­u mun ekki hafa frum­kvæð­i að sam­ein­ing­u við stór­an bank­a

Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna.

Vaðlaheiðagöng töpuðu 1,3 milljarði vegna hárra fjármagnsgjalda

Há fjármagnsgjöld leiddu til þess að Vaðlaheiðargöng voru rekin með miklu tapi í fyrra. Félagið þarf að greiða að lágmarki tvisvar á ári allt laust fé umfram 50 milljónir króna inn á verðbættan höfuðstól láns, samkvæmt viðauka við lánasamning sem gerður var síðasta sumar þegar fjárhagur þess var endurskipulagður og eignarhaldið færðist nær alfarið í hendur ríkisins.

Sjá meira