Kría fjárfesti í erlendum vísisjóðum eins og tíðkist í Danmörku og Finnlandi Kría, sjóður á vegum ríkisins sem fjárfestir í vísisjóðum, ætti horfa til sambærilegra sjóða í Danmörku og Finnlandi sem fjárfesta einnig í erlendum vísisjóðum. Það gæti verið gert með skilyrði um að erlendi vísisjóðurinn fjárfesti einnig á Íslandi. Með því mun Kríu takast að byggja upp tengsl við alþjóðlega samstarfsaðila, segir ráðgjafi sprotafyrirtækja sem aðstoðar þau við erlenda tengslamyndun. 15.11.2023 15:15
Vilja upplýsa markaðinn betur um fasteignaþróunarverkefni Reita Markaðurinn hefur ekki nógu góða innsýn í umfang þróunareigna Reita. Það er eitt af því sem læra má af samrunaviðræðum við Reginn, segir fjármálastjóri fasteignafélagsins, sem meðal annars á Kringluna og er með í deiliskipulagsferli allt að 418 íbúðir á því svæði. 14.11.2023 16:04
Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13.11.2023 15:18
Útlit fyrir að það sé „loksins farið að birta til hjá Marel“ Kaflaskil hafa orðið í rekstri Marels og framlegðarhlutfall fyrirtækisins, sem er samt enn lágt í sögulegu samhengi, virðist loks vera að ná sér á strik eftir „viðstöðulausa lækkun í mörg ár.“ Útlit er fyrir að það sé „loksins að birta til hjá Marel“, segir hlutabréfagreinandi sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á félaginu. 10.11.2023 07:59
„Of þröng“ viðmið fyrir kauprétti í nýsköpunarfyrirtækjum Endurskoða þarf skattalega meðferð kauprétta starfsfólks í nýsköpunar- og hugverkafyrirtækjum. Viðmiðin eru of þröng og henta ekki þorra fyrirtækja í hugverkaiðnaði, segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Danskur stjórnandi vísisjóðs sagði að skynsamleg ráðstöfun kauprétta væri mikilvægur þáttur til að skapa frjóan jarðveg til að sprotafyrirtækið geti blómstrað og orðið að einhyrningum. 9.11.2023 13:23
Nýr forstjóri með raunhæfari rekstrarmarkmið væri gott skref fyrir Marel Það gæti verið heilladrjúgt fyrir gengisþróun Marels að fá nýjan forstjóra sem setur rekstrarmarkmið sem félagið getur náð. Við það öðlast aftur fjárfestar trú á félaginu, segir greinandi í samtali við Innherja. 8.11.2023 16:07
Marel lækkar um sex prósent í Hollandi eftir að Arion leysti til sín bréf Árna Odds Marel hefur lækkað um ríflega sex prósent í Kauphöllinni í Hollandi í morgun, en um þrjú prósent í íslensku kauphöllinni, eftir að forstjóri fyrirtækisins lét af störfum í kjölfar þess að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti í Marel. 8.11.2023 10:33
Opinber sjóðasjóður sem fjárfestir ekki bara í Danmörku breytti miklu Einn af lykilþáttum þess að efla nýsköpunarumhverfið í Danmörku var að koma á laggirnar opinberum sjóði sem fjárfestir í vísisjóðum sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðasjóðurinn fjárfestir ekki einungis í dönskum vísisjóðum heldur einnig í alþjóðlegum sjóðum í von um að hluti af fjármagninu muni rata til danskra fyrirtækja, sagði Tommy Andersen, meðstofnandi að danska vísisjóðnum byFounders, en hann hefur veitt dönskum og íslenskum stjórnvöld ráðgjöf um sprotaumhverfið. 7.11.2023 14:19
Vísisjóðir á eftir sprotum sem seldir verða fyrir meira en 100 milljónir dala Fjögur íslensk fyrirtæki, sem eitt sinn voru sprotar, hafa verið seld fyrir meira en 100 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Vísisjóðir þurfa að selja einhver fyrirtæki í eignasafninu fyrir slíkar fjárhæðir til að ná góðri ávöxtun. Innlendir vísisjóðir eru með rúmlega 140 erlenda meðfjárfesta í fyrirtækjunum sem þeir styðja við, segir stjórnandi vísisjóðs. 6.11.2023 15:17
Lífeyrissjóðir „heppilegir sökudólgar“ en eiga ekki að stöðva lækkanir á markaði Lífeyrissjóðir eru oft gagnrýndir fyrir framgöngu sína á hlutabréfamarkaði þegar illa árar. Stjórnendur þeirra segja að þeir séu „heppilegir sökudólgar“. Það séu hátt í 100 milljarðar í stýringu hjá verðbréfasjóðum sem ætti að „duga ágætlega“ til skoðanaskipta. Það sé ekki í verkahring lífeyrissjóða að stöðva lækkanir á markaði. 4.11.2023 11:00