Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka á Austurlandi síðdegis í gær. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við aðgerðastjóra Landhelgisgæslunnar sem segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar, hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum stöðvar 2 koma til okkar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokks til að ræða sameinaða stjórnarandstöðu í kröfu um að þing komi saman.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eldgos er enn ekki hafið á Reykjanesi en kvikan er svo grunnt að ekki er hægt að segja til um nákvæma staðsetningu hennar. Við förum yfir stöðuna á Reykjanesi í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Slösuð kona sótt á skjálfta­svæðið og margir á vappi

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall klukkan 12:45 vegna konu sem hafði slasað sig á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Aðgerðum lauk um klukkan tvö en mikil umferð ferðamanna er á svæðinu. Fólk er beðið að fara varlega á svæðinu.

Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eldogs er enn ekki hafið á Reykjanesi en kvikan færist hægt nær yfirborðinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við náttúruvársérfræðing sem segir Veðurstofuna og almannavarnir í viðbragðsstöðu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinagerðarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir málið með Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni Miðflokksins, sem fjallaði mikið um málið á tíma sínum á Alþingi.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Fjármálaráðherra segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi fyrir þingið. Rætt verður við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar en að hans mati vilja þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir.

Fær 47 milljónir vegna starfs­lokanna

Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans. 

Sjá meira