Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni eiga sér stað á Reykjanesskaga í bili. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 5.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás fékk 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstöðumann Áss sem segir þjónustusamninga við sveitarfélögin eina af ástæðunum fyrir bágum kjörum fólksins. 4.8.2023 18:00
Þrjátíu ára aldurstakmark en allir yfir tvítugu velkomnir Stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og víða mikil dagskrá í tilefni hennar. Akureyringar hefja helgina á Sjallaballi í kvöld, þar sem er þrjátíu ára „aldurstakmark“ samkvæmt hefð. Skipuleggjandi segir þó að þeir sem hafa náð aldri fái að fara inn á ballið. 4.8.2023 12:00
Glæpahópar þegar farnir að nota gervigreind Forstjóri Interpol segir alþjóðleg glæpasamtök þegar farin að nota gervigreind í starfsemi sinni. Netglæpir séu sífellt stærra vandamál og enn brýnna en ella að löggæsluyfirvöld taki höndum saman. 28.7.2023 21:01
„Ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar rík“ Nýkjörinn stjórnarmaður í Íslandsbanka segir ábyrgð ríkisins og Bankasýslunnar á mistökum sem gerð voru við Íslandsbankasöluna svokölluðu ríka. Fráfarandi stjórnarformaður segir skýrt að lög hafi verið brotin við söluna. 28.7.2023 18:31
„Leiðin var styttri en við héldum“ Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka. 28.7.2023 11:02
Viðurkennir mistök en furðar sig á feluleik biskups Forseti kirkjuþings segist hafa gert mistök þegar hann gerði samkomulag við biskup um að starfstími hans yrði framlengdur um eitt ár. Biskup hefði átt að láta vita af því að á sama tíma væri verið að gera við hann ráðningarsamning til meira en tveggja ára hjá Biskupsstofu. 27.7.2023 12:31
Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. 26.7.2023 22:51
Komi til þess að hægi á hringrásarkerfi Atlantshafsins verði það tímabundið Umdeilt er hvort lóðrétt hringrásarkerfi Atlantshafsins stöðvist fyrir lok aldarinnar eins og spáð er fyrir í nýrri rannsókn. Haf- og veðurfræðingur segir að komi til þess að hægi á kerfinu bendi allt til að það verði aðeins tímabundið. 26.7.2023 12:31
Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. 25.7.2023 23:56