„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2024 15:07 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingmaður og Andrés Jónsson almannatengill eru gestir Pallborðsins. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti um það í gær að hún íhugi alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Mögulegt framboð Katrínar hefur verið í loftinu síðustu mánuði og ýmis teikn verið á lofti þar um. Katrín sagðist í gær ætla að upplýsa um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Eru einhverjar líkur á að Katrín gefi ekki kost á sér? „Ég held að líkurnar á því séu hverfandi. Það eina sem hugsanlega gæti leitt til þess að hún hætti við á síðustu stundu væri ef það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt færi í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu. En ég hef enga trú á að þetta gerist,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði í Pallborðinu á Vísi. Vilji skilja vel við Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir með Ólafi. „Ég held að það séu engar líkur á að hún sé ekki að fara að tilkynna. Ég held að það muni gerast mjög fljótt.“ Eins og fyrr segir hefur mögulegt framboð Katrínar lengi legið í loftinu. Erfitt hefur verið fyrir fréttamenn að grípa Katrínu í viðtal eftir ríkisstjórnarfundi, Huginn Freyr Þorsteinsson ráðgjáfi hjá Aton.JL. og innanbúðarmaður í VG sagði sig úr kjörstjórn, og ýmis önnur teikn hafa verið á lofti. Inntur eftir því hvers vegna hann telji Katrínu enn bíða með að tilkynna framboð segir Andrés Jónsson almannatengill að hún vilji líklega skilja vel við forsætisráðuneytið. „Hún er að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líkleg til að vinna og svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti í kosningar, að skilja ekki allt eftir í hönk, en að sama skapi held ég að það sé hennar stíll að vilja skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún var aðeins farin að missa stjórn á atburðarrásinni. Henni hefur tekist að halda þessu úr umræðunni í ansi langan tíma. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta síðan á nýársdag. Máta sig í þetta, máta hverjir aðrir fari fram og finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel. Ég tel allt annað útilokað en að hún bjóði sig fram og mjög líklegt að hún geri það á morgun.“ Líklegast að Katrín segi af sér sem forsætisráðherra Þá er nokkur óvissa um stöðu Katrínar sem forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild. Einhverjir hafa spáð því að ríkisstjórnin sé glötuð án Katrínar og boðað verði til þingkosninga á sama tíma og forsetakosningar verða haldnar, á meðan aðrir telja formenn stjórnarflokkanna ætla að færa fólk milli ráðuneyta og púsla málinu þannig saman. „Formlega og stjórnskipulega gæti hún haldið áfram að vera forsætisráðherra og líka verið í framboði til forset. Ég held að allir telja það vera, það sem Bjarni Benediktsson kallaði einu sinni, pólitískan ómöguleika,“ segir Ólafur. „Það sem er lang líklegast er að gerist er að hún muni einfaldlega segja af sér sem forsætisráðherra. Hún muni segja af sér sem formaður Vinstri grænna. Hún muni í rauninni segja: Ég er hætt í pólitík og einbeiti mér að því að þessu forsetaframboði, og sennilega segja: Þó ég verði ekki kosin mun ég samt ekki fara aftur í pólitík.“ VG missi forsætisráðherrastólinn Ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafi eiginlega sagt það þegar að þeir muni þar á eftir ræða saman hvernig leysa eigi úr þessu. „Ég held reyndar að Katrín hefði ekki farið í þetta framboð nema hún teldi það nokkuð öruggt að það væri hægt að leysa það farsællega. Mér sýnist allt benda til þess að þessir flokkar geti leyst þetta farsællega. Sennilega gera bæði Sigurður Ingi og Bjarni einhverja kröfu um það að verða forsætisráðherrar, ég held að það séu mjög litlar líkur á að Vinstri græn haldi forsætisráðherrastólnum,“ bætir Ólafur við. Hann nefnir að það sé nokkuð óalgengt að minnsti ríkisstjórnarflokkurinn fái stól forsætisráðherra og ástæða þess að VG hafi haldið þeim stóli árið 2021 hafi verið gríðarlegt fylgi kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við að Katrín héldi áfram sem forsætisráðherra. „Þetta sér maður eiginlega aldrei. Ég held að VG geti ekki gert sér vonir um að halda forsætisráðherraembættinu. Það var í rauninni frátekið fyrir Katrínu og það var í krafti styrks Katrínar sem VG fékk þetta embætti í upphafi og sérstaklega að geta haldið því áfram 2021.“ Líklegra að Sigurður Ingi taki við af Katrínu Helga Vala segir stöðuna þannig að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki afhenda fjármálaráðuneytið til annars flokks. „Þau treysta Framsókn ekki fyrir því og þau munu ekki bæði vera með fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið. Það mun bara ekki verða samþykkt. Ef þau gera þá kröfu er spurning hvort það gerist eitthvað. En þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag,“ segir Helga Vala og Ólafur tekur undir greiningu hennar á að þessi tvö ráðuneyti fari ekki til sama flokksins. „Ef Bjarni ætlaði að fara að gera þetta núna að skilyrði og eiga það á hættu að ríkisstjórnin springi og í andlitið á Katrínu, sem myndi spilla mjög fyrir hennar framboði. Þau þrjú hafa átt í ákaflega góðu og nánu samstarfi að því er virðist alveg frá því að stjórnin var mynduð 2017. Þannig að ég held að þetta muni allt leysast,“ segir Ólafur. Hver eru næstu skref? Ólafur fer þá yfir næstu skref, eftir að Katrín tilkynnir um framboð. „Hún fer á Bessastaði og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti mun þá óska eftir því að stjórnin haldi áfram sem starfsstjórn. Strax þennan dag eða daginn eftir munu þessir tveir formenn og væntanlega Guðmundur Ingi, varaformaður VG, byrja umræður um hvernig þeir ætli að halda þessu áfram. Mér finnst lang líklegast að það verði gengið frá því á tveimur, þremur dögum, þó maður viti reyndar aldrei hvernig svona viðræður ganga,“ segir Ólafur. „Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu ekki klára þetta í hvelli og Sigurður Ingi verði forsætisráðherra og einhverjar frekari tilfærslur á ráðuneytum. Svandís færi hugsanlega í innviðaráðuneytið hjá Sigurði Inga og fengi svona þungavigtarráðuneyti í staðin fyrir forsætisráðuneytið. Þá náttúrulega losnar Svandís líka undan vantrausttillögu út af Hvalamálinu. Þetta held ég að sé líklegasta atburðarrásin.“ Helga Vala fullyrðir að Katrín sé búin að tala við Guðna forseta, þau eigi í þannig sambandi að þau tali saman í símann. „Það vita allir hvað er að gerast og það getur verið að þetta sé að tefja atburðarrásina ögn, hvenær hún tilkynnir á endanum. Hún þarf ekki að safna einhverju liði í kringum sig til að halda einhvern risastóran blaðamannafund. Hún er ekki í þeirri stöðu, hún getur bara skutlað út hvíta fánanum og þá vitaallir hvað það þýðir. Það verður alltaf frétt, hún þarf ekki að sýna að hún hafi fólkið í kringum sig, fjölskyldu sína. Það er miklu meiri sveigjanleiki hjá henni að tilkynna. En auðvitað getur hún ekki tafið það lengi að hverfa úr embætti forsætisráðherra.“ Horfa má á fyrri hluta Pallborðsins í spilaranum hér að neðan. Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti um það í gær að hún íhugi alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Mögulegt framboð Katrínar hefur verið í loftinu síðustu mánuði og ýmis teikn verið á lofti þar um. Katrín sagðist í gær ætla að upplýsa um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Eru einhverjar líkur á að Katrín gefi ekki kost á sér? „Ég held að líkurnar á því séu hverfandi. Það eina sem hugsanlega gæti leitt til þess að hún hætti við á síðustu stundu væri ef það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt færi í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu. En ég hef enga trú á að þetta gerist,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði í Pallborðinu á Vísi. Vilji skilja vel við Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir með Ólafi. „Ég held að það séu engar líkur á að hún sé ekki að fara að tilkynna. Ég held að það muni gerast mjög fljótt.“ Eins og fyrr segir hefur mögulegt framboð Katrínar lengi legið í loftinu. Erfitt hefur verið fyrir fréttamenn að grípa Katrínu í viðtal eftir ríkisstjórnarfundi, Huginn Freyr Þorsteinsson ráðgjáfi hjá Aton.JL. og innanbúðarmaður í VG sagði sig úr kjörstjórn, og ýmis önnur teikn hafa verið á lofti. Inntur eftir því hvers vegna hann telji Katrínu enn bíða með að tilkynna framboð segir Andrés Jónsson almannatengill að hún vilji líklega skilja vel við forsætisráðuneytið. „Hún er að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líkleg til að vinna og svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti í kosningar, að skilja ekki allt eftir í hönk, en að sama skapi held ég að það sé hennar stíll að vilja skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún var aðeins farin að missa stjórn á atburðarrásinni. Henni hefur tekist að halda þessu úr umræðunni í ansi langan tíma. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta síðan á nýársdag. Máta sig í þetta, máta hverjir aðrir fari fram og finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel. Ég tel allt annað útilokað en að hún bjóði sig fram og mjög líklegt að hún geri það á morgun.“ Líklegast að Katrín segi af sér sem forsætisráðherra Þá er nokkur óvissa um stöðu Katrínar sem forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild. Einhverjir hafa spáð því að ríkisstjórnin sé glötuð án Katrínar og boðað verði til þingkosninga á sama tíma og forsetakosningar verða haldnar, á meðan aðrir telja formenn stjórnarflokkanna ætla að færa fólk milli ráðuneyta og púsla málinu þannig saman. „Formlega og stjórnskipulega gæti hún haldið áfram að vera forsætisráðherra og líka verið í framboði til forset. Ég held að allir telja það vera, það sem Bjarni Benediktsson kallaði einu sinni, pólitískan ómöguleika,“ segir Ólafur. „Það sem er lang líklegast er að gerist er að hún muni einfaldlega segja af sér sem forsætisráðherra. Hún muni segja af sér sem formaður Vinstri grænna. Hún muni í rauninni segja: Ég er hætt í pólitík og einbeiti mér að því að þessu forsetaframboði, og sennilega segja: Þó ég verði ekki kosin mun ég samt ekki fara aftur í pólitík.“ VG missi forsætisráðherrastólinn Ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafi eiginlega sagt það þegar að þeir muni þar á eftir ræða saman hvernig leysa eigi úr þessu. „Ég held reyndar að Katrín hefði ekki farið í þetta framboð nema hún teldi það nokkuð öruggt að það væri hægt að leysa það farsællega. Mér sýnist allt benda til þess að þessir flokkar geti leyst þetta farsællega. Sennilega gera bæði Sigurður Ingi og Bjarni einhverja kröfu um það að verða forsætisráðherrar, ég held að það séu mjög litlar líkur á að Vinstri græn haldi forsætisráðherrastólnum,“ bætir Ólafur við. Hann nefnir að það sé nokkuð óalgengt að minnsti ríkisstjórnarflokkurinn fái stól forsætisráðherra og ástæða þess að VG hafi haldið þeim stóli árið 2021 hafi verið gríðarlegt fylgi kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við að Katrín héldi áfram sem forsætisráðherra. „Þetta sér maður eiginlega aldrei. Ég held að VG geti ekki gert sér vonir um að halda forsætisráðherraembættinu. Það var í rauninni frátekið fyrir Katrínu og það var í krafti styrks Katrínar sem VG fékk þetta embætti í upphafi og sérstaklega að geta haldið því áfram 2021.“ Líklegra að Sigurður Ingi taki við af Katrínu Helga Vala segir stöðuna þannig að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki afhenda fjármálaráðuneytið til annars flokks. „Þau treysta Framsókn ekki fyrir því og þau munu ekki bæði vera með fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið. Það mun bara ekki verða samþykkt. Ef þau gera þá kröfu er spurning hvort það gerist eitthvað. En þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag,“ segir Helga Vala og Ólafur tekur undir greiningu hennar á að þessi tvö ráðuneyti fari ekki til sama flokksins. „Ef Bjarni ætlaði að fara að gera þetta núna að skilyrði og eiga það á hættu að ríkisstjórnin springi og í andlitið á Katrínu, sem myndi spilla mjög fyrir hennar framboði. Þau þrjú hafa átt í ákaflega góðu og nánu samstarfi að því er virðist alveg frá því að stjórnin var mynduð 2017. Þannig að ég held að þetta muni allt leysast,“ segir Ólafur. Hver eru næstu skref? Ólafur fer þá yfir næstu skref, eftir að Katrín tilkynnir um framboð. „Hún fer á Bessastaði og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti mun þá óska eftir því að stjórnin haldi áfram sem starfsstjórn. Strax þennan dag eða daginn eftir munu þessir tveir formenn og væntanlega Guðmundur Ingi, varaformaður VG, byrja umræður um hvernig þeir ætli að halda þessu áfram. Mér finnst lang líklegast að það verði gengið frá því á tveimur, þremur dögum, þó maður viti reyndar aldrei hvernig svona viðræður ganga,“ segir Ólafur. „Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu ekki klára þetta í hvelli og Sigurður Ingi verði forsætisráðherra og einhverjar frekari tilfærslur á ráðuneytum. Svandís færi hugsanlega í innviðaráðuneytið hjá Sigurði Inga og fengi svona þungavigtarráðuneyti í staðin fyrir forsætisráðuneytið. Þá náttúrulega losnar Svandís líka undan vantrausttillögu út af Hvalamálinu. Þetta held ég að sé líklegasta atburðarrásin.“ Helga Vala fullyrðir að Katrín sé búin að tala við Guðna forseta, þau eigi í þannig sambandi að þau tali saman í símann. „Það vita allir hvað er að gerast og það getur verið að þetta sé að tefja atburðarrásina ögn, hvenær hún tilkynnir á endanum. Hún þarf ekki að safna einhverju liði í kringum sig til að halda einhvern risastóran blaðamannafund. Hún er ekki í þeirri stöðu, hún getur bara skutlað út hvíta fánanum og þá vitaallir hvað það þýðir. Það verður alltaf frétt, hún þarf ekki að sýna að hún hafi fólkið í kringum sig, fjölskyldu sína. Það er miklu meiri sveigjanleiki hjá henni að tilkynna. En auðvitað getur hún ekki tafið það lengi að hverfa úr embætti forsætisráðherra.“ Horfa má á fyrri hluta Pallborðsins í spilaranum hér að neðan.
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57
Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52
Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32