Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. 19.2.2020 23:26
Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. 19.2.2020 21:09
Metanbóndi segir metanframleiðslu góða nýtingu á lífrænum úrgangi "Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. 19.2.2020 21:00
Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar þegar horft er til losunar á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem framkvæmdastjóri UNICEF segir marka vendipunkt í velferðarumræðu. 19.2.2020 20:15
Ekkert ferðaveður á Suður- og Suðausturlandi Appelsínugul veðurviðvörun tók gildi á Suðurlandi núna klukkan 15 og gildir hún til klukkan 22 í kvöld. 19.2.2020 15:23
Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Mannréttindadómstólinn harðlega fyrir að hafa ekki skipt íslenska dómaranum við réttinn áður en málið var tekið upp við yfirrétt dómstólsins. 9.2.2020 18:00
Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9.2.2020 14:46
Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Komist Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að allir dómarar við Landsrétt séu ranglega skipaðir gæti verið tilefni til að hafa áhyggur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. 9.2.2020 12:44
Móðir og börnin hennar sex létust í eldsvoða Móðir og börnin hennar sex létust þegar eldur kom upp í húsi þeirra aðfaranótt laugardags í Mississippi í Bandaríkjunum. Yngsta barnið var aðeins árs gamalt. 9.2.2020 11:21
Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9.2.2020 10:36