Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. febrúar 2020 12:44 Landsréttur vísir/egill Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands. Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands.
Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00