Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. febrúar 2020 12:44 Landsréttur vísir/egill Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands. Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands.
Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00