Leit að Söndru Líf lokið í dag Leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long stóð yfir til klukkan 17:30 í dag en þá var henni frestað til morguns. Gert er ráð fyrir að skipulag leitarinnar verði með sama hætti á morgun auk þess sem drónar verða nýttir til leitar ef veður leyfir. 13.4.2020 18:32
Trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við skjólstæðinga „Rjúfi prestur trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs- og siðareglur presta.“ Þetta segir í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni um trúnaðarskildu presta en umræða fór af stað um hana vegna ásakana Skírnis Garðarsonar prests á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 13.4.2020 17:09
Var heima í 44 daga vegna Covid-19: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ „Ég man ekki mikið eftir hvað var sagt í þeim símtölum og ég gat ekkert talað án þess að fá óstjórnlegan hósta. Ég man þó að í einhver skipti grét ég í símann af vanlíðan og algjöru vonleysi. Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa.“ 13.4.2020 16:09
Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13.4.2020 15:29
Covid-tengdum útköllum fækkaði um helgina Kórónuveirutengdum útköllum hefur fækkað nú um helgina miðað við það sem var fyrr í vikunni. Þrátt fyrir að svo virðist sem við séum komin yfir versta hjalla faraldursins mun ekki hægja á sjúkraflutningum tengdum veirunni fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðar. 12.4.2020 22:55
Leit að Söndru hætt í dag Björgunarsveit og aðrir viðbragðsaðilar hættu í bili leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long upp úr klukkan fimm í dag. 12.4.2020 20:37
Bein útsending: Páskaball heima í stofu Biggi Sævars og ballhljómsveitin hans henda í páskaball í kvöld, páskadag, klukkan 22. Vegna samkomubannsins verða auðvitað engir áhorfendur í salnum en verður ballið sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísir. 12.4.2020 20:00
Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. 12.4.2020 19:33
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samkomubanninu verður aðöllum líkindum aflétt í þremur til fjórum skrefum með fjögurra vikna millibili. Heimsóknarbanni til viðkvæmustu hópana verður líklega ekki aflétt fyrr en seinni part sumars. 12.4.2020 18:00
„Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um ásökun Skírnis Garðarsonar, prests, á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 12.4.2020 17:30