Norður-Kórea sprengir samvinnustofnun Kóreuríkjanna á landamærunum Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun Kóreuríkjanna nærri landamærabænum Kaesong, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu. 16.6.2020 07:23
Mikill eldur kom upp í gámi fullum af bílhræjum Eldur kom upp í stórum vörugámi í portinu við bílaflutningafyrirtæki að Fitjabraut 14 í Keflavík klukkan fjögur í nótt. Vel tókst að slökkva eldinn en hann var þó mikill og mikinn reyk lagði frá gámnum. 16.6.2020 07:04
Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16.6.2020 06:41
Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15.6.2020 11:42
Boða til fundar á Suðurnesjum um kjaraviðræður á háannatíma á Keflavíkurflugvelli Boðað hefur verið til fundar hjá Landssambandi lögreglumanna á Suðurnesjum í dag þar sem staða kjaraviðræðna lögreglumanna verður kynnt. Stjórn sambandsins mun funda í Reykjanesbæ klukkan 15 og verður svo haldinn almennur félagsfundur klukkan 16. 15.6.2020 10:49
Hlé á gjaldeyriskaupum framlengt til 17. september Hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga hefur verið framlengt til 17. september næstkomandi en það var sett á 17. mars síðastliðinn. 15.6.2020 09:09
Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15.6.2020 08:41
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15.6.2020 07:35
Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15.6.2020 07:19
Brutu sóttvarnalög til að láta vita af breyttum dvalarstað Fimm erlendir aðilar brutu um klukkan tvö í nótt sóttvarnalög þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð til að tilkynna um breyttan dvalarstað. Aðilarnir áttu allir að vera í sóttkví þar til síðar í mánuðinum samkvæmt dagbók lögreglu. 15.6.2020 07:05
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti