Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12.7.2020 15:23
Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12.7.2020 15:06
Pólverjar kjósa sér forseta í dag Pólverjar á Íslandi tóku að streyma á kjörstað í pólska sendiráðinu í Reykjavík í morgun en önnur umferð forsetakosninga fer fram í Póllandi í dag. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda og mjótt er á munum í skoðanakönnunum. 12.7.2020 13:16
Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12.7.2020 12:20
Þrettán þúsund skjálftar frá því að hrinan hófst Veðurstofan varar enn við því að stór skjálfti allt upp að sjö stigum gæti riðið yfir við mynni Eyjafjarðar. 12.7.2020 11:40
Átta greindust með veiruna á landamærunum Átta greindust með kórónuveiruna við landamærin á síðasta sólarhring, og bíða fimm eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 12.7.2020 11:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fylgjumst við með fyrstu ferðamönnum sumarsins sem komu til Reykjavíkur í dag til að fara um borð í skemmtiferðaskip. 11.7.2020 18:00
Andrés Indriðason látinn Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. 11.7.2020 17:31
Fimm létust í gíslatöku í kirkju Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. 11.7.2020 17:11
Haturshópar fá fjárstuðning frá bandaríska ríkinu Í það minnsta tíu félög sem hafa talað gegn svörtum, hinseginfólki og innflytjendum fengu stuðning frá sjóði bandarískra yfirvalda. 11.7.2020 16:13