Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9.8.2020 15:30
Svona var 99. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu í dag til upplýsingafundar klukkan 14:03 í húsakynnum landlæknisembættisins í Katrínartúni í Reykjavík. 9.8.2020 13:31
Lögreglumenn treystu sér ekki inn á veitingastaði vegna smithættu Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. 9.8.2020 12:32
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9.8.2020 11:24
Konráð fundinn heill á húfi Konráð Hrafnkelsson sem leitað hefur verið í Brussel undanfarna daga er fundinn heill á húfi. 9.8.2020 11:08
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9.8.2020 10:53
Íbúinn á Hrafnistu ekki með veiruna Íbúi Hrafnistu í Laugarási sem grunur var um að hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 er ekki með kórónuveiruna. 8.8.2020 16:27
Fjárhagsleg endurskipulagning stendur enn yfir Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair stendur enn yfir. 8.8.2020 16:03
Heimsóknarreglur hertar á Droplaugastöðum Frá og með mánudeginum 10. ágúst verða heimsóknarreglur á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum hertar. Heimilinu verður ekki lokað alveg en heimsóknir verða takmarkaðar við einn nánasta aðstandanda. 8.8.2020 15:30
44 fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafa endurgreitt Vinnumálastofnun Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. 8.8.2020 14:52