„Gömul lyf“ hafa reynst vel í meðferðinni við Covid-19 Yfirlæknir á Landspítalanum segir að árangur Íslendinga við meðhöndlun á alvarlegum Covid-veikindum megi að hluta rekja til lyfja sem læknar höfðu við höndina. 23.8.2020 14:07
Kórónuveirusmit greindist á leikskólanum Huldubergi Kórónuveirusmit er komið upp á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka leikskólanum í samstarfi við rakningarteymi samhæfingarstöðvar almannavarna. 23.8.2020 13:37
Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23.8.2020 12:59
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23.8.2020 11:33
Fólki í sóttkví fjölgar um 200 milli daga Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og greindust þeir allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 23.8.2020 11:06
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikt barn á hálendið í nótt Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna veikinda ungs barns sem var uppi á hálendi í Hrunamannahreppi. 23.8.2020 10:49
Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23.8.2020 10:39
Halda þrenna tónleika til að kanna smithættu Þrennir tónleikar verða haldnir í Þýskalandi í dag til þess að kanna áhættuna á að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, smitist á milli manna á slíkum viðburðum sem haldnir eru innandyra. 22.8.2020 16:59
Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22.8.2020 16:50
Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22.8.2020 15:35