Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjórtán reknir úr bandaríska hernum eftir dauða Guillen

Bandaríski herinn hefur ákveðið að reka eða víkja fjórtán hermönnum frá Fort Hood herstöðinni frá störfum. Um er að ræða bæði yfirmenn í hernum og lægra setta hermenn. Að sögn hersins hafa þeir verið reknir vegna ítrekaðs ofbeldis, þar á meðal morða og kynferðisbrota, á stöðinni.

„Ég var að berjast fyrir því að halda mér á lífi“

Þann 18. janúar síðastliðinn varð mjög harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar lentu þar framan á hvor öðrum á miklum hraða. Í öðrum bílnum var próflaus ökumaður undir áhrifum vímuefna en lögreglan var að veita honum eftirför eftir að hann hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður.

Segir til­slakanir hafa gríðar­lega þýðingu fyrir rekstrar­aðila

Verslunareigendur eru nokkuð ánægðir með tilslakanir, sem boðaðar voru af heilbrigðisráðherra í dag, enda skiptir það miklu máli þegar jólaverslun er við það að fara á fullt. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir það skipta miklu máli fyrir rekstraraðila að geta sinnt jólavertíðinni með sem eðlilegustum hætti.

App­le kynnir 93 þúsund króna heyrna­tól

Apple kynnti í dag fyrstu heyrnatólin frá fyrirtækinu sem ekki fara inn í eyrun heldur yfir þau. Heyrnatólin verða hljóðeinangruð og þráðlaus og bera heitið AirPods Max. Verð heyrnatólanna hefur vakið nokkra athygli en þau munu kosta 549 pund, eða um 93 þúsund íslenskar krónur.

Edda Hermanns og Rikki Daða eiga von á barni

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir of fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, eiga von á sínu fjórða barni. Edda greindi frá þessu í færslu á Instagram-reikningi sínum.

Á­tján fórust og fimm er saknað í námu­slysi í Kína

Átján kolanámuverkamenn í Kína létust og fimm er saknað eftir að koltvíoxíð gas lak inn í kolanámu í suðvesturhluta landsins í gær. Einum hefur verið bjargað úr Diaoshuidong námunni í Chongqing héraði í Kína að sögn ríkisútvarps Kína.

Mót­mæltu sótt­varna­að­gerðum og væntan­legum bólu­setningum

Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann.

Óskaði eftir ó­dýrri PS4 tölvu en fékk hana gefins

Dagmar Ósk Héðinsdóttir fékk að upplifa sannkallaðan jólaanda, eins og hún kallaði það, á dögunum þegar hún óskaði eftir að fá að kaupa PlayStation 4 tölvu á lágu verði. Hún birti auglýsingu á Facebook-síðunni Brask og brall.is og það leið ekki að löngu þar til velviljaður maður bauðst til þess að gefa henni tölvu.

Sjá meira