Göngumaður fluttur af Esjunni á slysadeild Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt göngumann, sem rann og slasaðist á Esjunni fyrir um klukkutíma síðan, á slysadeild. Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðs og upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu. 5.12.2020 13:24
Of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól, en að tölur síðustu daga séu jákvæðar. 5.12.2020 12:00
Fjórtán greindust með veiruna Fjórtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir voru utan sóttkvíar við greiningu. 5.12.2020 10:53
Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót. 5.12.2020 10:22
Rússland hefur bólusetningar fyrir Covid-19 Bólusetningar fyrir Covid-19 eru hafnar í Rússlandi. Nú um helgina verður aðeins bólusett á heilsugæslustöðvum í Moskvu og verða þeir sem eru í mestri áhættu vegna veirunnar bólusettir fyrst. 5.12.2020 09:57
Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum. 3.12.2020 23:45
Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. 3.12.2020 22:50
Vandræði við bóluefnaframleiðslu Pfizer Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. 3.12.2020 22:07
Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld. 3.12.2020 20:23
Kvikmyndir Warner Bros. frumsýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum samtímis Allar 17 kvikmyndirnar sem kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að frumsýna á næsta ári verða frumsýndar samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitunni HBO Max. 3.12.2020 19:51