Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Miklar áhyggjur eru af hópamyndun um næstu helgi þegar próftörn lýkur í mörgum skólum. Ef sóttvarnareglur eru ekki virtar geti fólk átt von á sektum að sögn yfirlögregluþjóns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14.12.2020 18:01
Vigdís Eva staðgengill forstjóra Persónuverndar Frá og með 11. desember síðastliðnum er Vigdís Eva Líndal staðgengill forstjóra Persónuverndar. Vigdís Eva er þegar sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá persónuvernd. 14.12.2020 17:52
Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14.12.2020 17:38
Íranskur blaðamaður tekinn af lífi Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum. 12.12.2020 22:41
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12.12.2020 21:48
Hálka reynist Úkraínumönnum erfið Mikil hálka var í Kænugarði í Úkraínu í dag og reyndist hún mörgum íbúum borgarinnar erfið. 12.12.2020 20:55
Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12.12.2020 20:21
Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12.12.2020 19:54
Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12.12.2020 18:57
Dómari á launaskrá hjá málsaðila Synjun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík hefur verið felld úr gildi. Það var gert vegna þess að einn dómaranna sem afgreiddi synjuninna er einnig kennari við HR. 12.12.2020 18:18