Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 17:38 Auður skemmti gestum og gangandi fyrir utan Prikið síðasta laugardag. Facebook/Prikið Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. Prikið hefur undanfarnar vikur verið lokað fyrir gestum en ýmsir viðburðir á vegum staðarins hafa verið sýndir í glugganum og þeim einnig verið streymt á netinu. „Okkur finnst mikilvægt eins og mörgum öðrum, að hafa eitthvað líf í glugganum, hafa ljósin kveikt og skapa einhverja vinnu fyrir okkar góða listafólk og plötusnúða,“ skrifar Prikið í tilkynningu á Facebook. Tilkynning: Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur...Posted by Prikið Kaffihús on Monday, December 14, 2020 Þar stendur jafnframt að áhugi fyrir tónleikum Auðar hafi verið mikill, sem hefði mátt sjá fyrir enda Auður einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Hópur hafi myndast fyrir utan staðinn í þær 25 mínútur sem hann spilaði. Því hafi forsvarsmenn staðarins ákveðið að leggja höfuðáherslu á streymi frá þeim viðburðum sem búið er að skipuleggja fyrir jólin. „Við munum draga gluggatjöldin fyrir, en allir landsmenn geta notið tónleikanna á netinu. Listamennirnir fá að sinna sinni vinnu, og við hin að njóta hennar. Þetta er gert í góðu samráði við Reykjavíkurborg sem hefur verið í samtali við sóttvarnalækni um málið,“ segir í tilkynningunni. Næstu áformuðu tónleikar á Prikinu eru með Bríet klukkan 16 á fimmtudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26 Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Prikið hefur undanfarnar vikur verið lokað fyrir gestum en ýmsir viðburðir á vegum staðarins hafa verið sýndir í glugganum og þeim einnig verið streymt á netinu. „Okkur finnst mikilvægt eins og mörgum öðrum, að hafa eitthvað líf í glugganum, hafa ljósin kveikt og skapa einhverja vinnu fyrir okkar góða listafólk og plötusnúða,“ skrifar Prikið í tilkynningu á Facebook. Tilkynning: Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur...Posted by Prikið Kaffihús on Monday, December 14, 2020 Þar stendur jafnframt að áhugi fyrir tónleikum Auðar hafi verið mikill, sem hefði mátt sjá fyrir enda Auður einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Hópur hafi myndast fyrir utan staðinn í þær 25 mínútur sem hann spilaði. Því hafi forsvarsmenn staðarins ákveðið að leggja höfuðáherslu á streymi frá þeim viðburðum sem búið er að skipuleggja fyrir jólin. „Við munum draga gluggatjöldin fyrir, en allir landsmenn geta notið tónleikanna á netinu. Listamennirnir fá að sinna sinni vinnu, og við hin að njóta hennar. Þetta er gert í góðu samráði við Reykjavíkurborg sem hefur verið í samtali við sóttvarnalækni um málið,“ segir í tilkynningunni. Næstu áformuðu tónleikar á Prikinu eru með Bríet klukkan 16 á fimmtudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26 Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52
Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26
Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30