Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 18:57 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarnefndar Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. W.O.M.E.N. sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin skoruðu á Reykjavíkurborg að taka til skoðunar að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárstuðning á næsta ári vegna ásakana um að félagið hafi mismunað fólki á grundvelli trúarbragða og þjóðernis. RÚV greindi fyrst frá. Fyrr í vikunni greindi fréttastofa frá því að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún varð vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverndi skjólstæðingar hafa sakað formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Reynist ásakanir réttar brýtur það gegn mannréttindastefnu borgarinnar „Við sáum þessa yfirlýsingu frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna og tökum hana auðvitað alvarlega. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem ber að taka alvarlega,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Hún segir að þeim félögum sem hljóti styrki frá Reykjavíkurborg beri að fylgja mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Að sögn Heiðu hefur Fjölskylduhjálp fengið 2,5 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg. „Ef þetta er satt það sem þarna kemur fram þá er það auðvitað ekki í samræmi við hana, en ég hef auðvitað ekki séð þeirra viðbrögð,“ segir Heiða. „Þau eru auðvitað að vinna mjög mikilvægt starf með því að gefa fólki sem á þarf að halda mat. Við höfum styrkt það,“ segir Heiða. Hún segir engar kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg formlega en hún hafi séð og fylgst með umræðunni sem farið hefur fram um Fjölskylduhjálp undanfarna daga. „Um leið og fram er komin ályktun eða annað gagn þá höfum við það til hliðsjónar og munum skoða þetta vel í framhaldinu,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Tengdar fréttir Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
W.O.M.E.N. sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin skoruðu á Reykjavíkurborg að taka til skoðunar að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárstuðning á næsta ári vegna ásakana um að félagið hafi mismunað fólki á grundvelli trúarbragða og þjóðernis. RÚV greindi fyrst frá. Fyrr í vikunni greindi fréttastofa frá því að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún varð vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverndi skjólstæðingar hafa sakað formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Reynist ásakanir réttar brýtur það gegn mannréttindastefnu borgarinnar „Við sáum þessa yfirlýsingu frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna og tökum hana auðvitað alvarlega. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem ber að taka alvarlega,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Hún segir að þeim félögum sem hljóti styrki frá Reykjavíkurborg beri að fylgja mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Að sögn Heiðu hefur Fjölskylduhjálp fengið 2,5 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg. „Ef þetta er satt það sem þarna kemur fram þá er það auðvitað ekki í samræmi við hana, en ég hef auðvitað ekki séð þeirra viðbrögð,“ segir Heiða. „Þau eru auðvitað að vinna mjög mikilvægt starf með því að gefa fólki sem á þarf að halda mat. Við höfum styrkt það,“ segir Heiða. Hún segir engar kvartanir hafa borist Reykjavíkurborg formlega en hún hafi séð og fylgst með umræðunni sem farið hefur fram um Fjölskylduhjálp undanfarna daga. „Um leið og fram er komin ályktun eða annað gagn þá höfum við það til hliðsjónar og munum skoða þetta vel í framhaldinu,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Tengdar fréttir Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37
Konur af erlendum uppruna vilja að borgin skoði mál Fjölskylduhjálpar Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) hvetja Reykjavíkurborg til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna Fjölskylduhjálpar. 11. desember 2020 08:41
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37