Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. 4.1.2021 18:53
Dómur þyngdur um eitt og hálft ár vegna stórfelldrar líkamsárásar Landsréttur dæmdi í síðasta mánuði Brynjar Kristensson til tveggja ára fangelsisvistar vegna stórfelldrar líkamsárásar sem hann tók þátt í þann 19. febrúar 2017. Brynjar hafði áður verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í héraðsdómi. 4.1.2021 17:36
Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015. 1.1.2021 22:20
Fór hundrað ferðir á Esjuna árið 2020: „Þetta er auðvitað galið“ Björn Kristján Arnarson, viðskiptafræðingur og fjallgöngumaður, gekk hundrað sinnum upp á Esjuna á liðnu ári. Björn segir að hann hafi sett sér það áramótaheit á síðasta ári að ganga fjörutíu og fimm sinnum upp á fjallið fyrir 45 ára afmælisdaginn sinn í sumar en svo hafi markmiðið undið upp á sig. 1.1.2021 21:00
Geiturnar gæða sér á gömlum jólatrjám Geitur á bæ einum í Missouri í Bandaríkjunum hafa síðustu daga notið góðs af jólahaldinu. Bændurnir auglýstu á Facebook eftir því að fólk í nágrenninu myndi koma með gömul jólatré á bæinn. 1.1.2021 20:41
Bandaríkjaþing virðir neitun Trumps að vettugi Bandaríska þingið hefur ákveðið að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til varnarmála þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi beitt neitunarvaldi sínu og neitað að skrifa undir lögin. 1.1.2021 20:21
Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1.1.2021 18:58
Reyndi að brjótast inn hjá Gilbert úrsmið Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott. 1.1.2021 18:04
Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973. 1.1.2021 15:21
Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24.12.2020 14:00