„Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. 24.12.2020 12:35
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24.12.2020 11:37
Gular viðvaranir í kvöld og éljagangur á morgun Gular viðvaranir eru í gildi á landinu í kvöld og nótt vegna úrkomu og vinds. Suðvestan 15-25 m/s og mikil úrkoma á vestanverðu landinu í dag. Talsverð hlýindi en hægari vindur á Austurlandi fram á kvöld. 24.12.2020 11:05
Netverjar bregðast við: „Hvaða ráðherra var í partíi í gær er besti jólaleikur ever“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur 40-50 manna gleðskap í Ásmundarsal í gærkvöldi, að því sem heimildir fréttastofu herma. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af veislunni og leysti hana upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. 24.12.2020 10:27
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20.12.2020 23:31
Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20.12.2020 22:07
Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20.12.2020 20:52
Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20.12.2020 19:20
Fjórtán ára Selfyssingur fundin heil á húfi Fjórtán ára gömul stelpa sem leitað var að á Selfossi í dag er fundin. Frá þessu greindi Lögreglan á Suðurlandi frá á Facebook-síðu sinni. 20.12.2020 18:08
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Belgía og Holland hafa aflýst flugi frá Bretlandi og þá er lestum frá Bretlandi bannað að koma til Belgíu. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu íhuga Frakkland og Þýskaland að grípa til sambærilegra aðgerða sem og Ítalía.Þetta er vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Bretlandi. 20.12.2020 18:00