Á morgun má búast við áframhaldandi sunnan átt en fer kólnandi og hvössum éljahryðjum allvíða á vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun. Hægari vindur og nokkuð bjart á austanverðu landinu og kólnar aftur.
Yfir Hellisheiði og Þrengsli má á morgun, jóladag, reikna með slæmu veðri um tíma. Einkum frá hádegi og fram undir kvöld. Þá verður suðvestanátt 20-25 m/s með mjög dimmum éljum.