Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28.1.2021 20:46
Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu. 28.1.2021 20:02
Mikill viðbúnaður vegna elds í Fellsmúla Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kvöldmatarleytið vegna elds í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. Eldur kviknaði í íbúð í húsinu en húsráðendur komust sjálfir út. Slökkvistarfi lauk á áttunda tímanum. 28.1.2021 19:09
Spyr hvers vegna 83 prósent vilji Samfylkinguna ekki í stjórn Fjármálaráðherra segir Ísland skipa sér í flokk með ríkjum þar sem spilling sé minnst. Ísland hefur samt fallið úr ellefta sæti í það sautjánda á viðurkenndum alþjóðlegum mælikvarða. 28.1.2021 18:55
Myrti sex fjölskyldumeðlimi í heimahúsi Sautján ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut föður sinn, stjúpmóður, tvo ættingja sína á unglingsaldri og nítján ára gamla, þungaða konu til bana. Morðin voru framin á heimili þeirra á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkjunum. 28.1.2021 18:10
Johnson fer til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu Skota um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði landsins fari fram. Johnson hefur verið mjög mótfallinn þeirri hugmynd og er gert ráð fyrir að hann muni berjast hart gegn því að Skotar yfirgefi ríkið. 27.1.2021 23:15
Jóhann Berg og Hólmfríður eignuðust dreng í morgun Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir eignuðust í morgun sitt annað barn. Þetta tilkynnti Jóhann á Instagram fyrir stuttu síðan. 27.1.2021 22:16
Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27.1.2021 22:04
Segir koma á óvart hve margir finni fyrir eftirköstum svo löngu eftir veikindin Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi finnur enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. 27.1.2021 21:31
Útivistarfólk varað við fjallaferðum vegna snjóflóðahættu Talsverð snjókoma hefur verið á norðurhluta landsins undanfarna daga og enn er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. 27.1.2021 19:49