Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. 27.1.2021 18:05
Leiðtogi öfgahóps uppljóstrari lögreglu um árabil Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun. 27.1.2021 17:23
Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17.1.2021 23:21
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17.1.2021 22:25
Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17.1.2021 21:00
Jón Magnús segir upp sem yfirlæknir bráðalækninga Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum. 17.1.2021 20:32
Lík allra fimm hafa fundist í brunarústunum Fimm hafa fundist í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. 17.1.2021 19:37
Hefur trú á að flokkurinn geti styrkst í þéttbýli Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra tilkynnti það í liðinni viku að hann hyggist gefa sig fram til komandi Alþingiskosninga í Reykjavíkurkjördæmi norður. 17.1.2021 19:00
Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17.1.2021 18:21
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því flestir sem greinast með kórónuveiruna á landamærunum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland. Fjórtán greindust á landamærum í dag, nær allir úr sömu flugvélinni. 17.1.2021 18:13