Erlent

Lík allra fimm hafa fundist í bruna­rústunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sumarbústaðurinn brann til grunna aðfaranótt laugardags.
Sumarbústaðurinn brann til grunna aðfaranótt laugardags. Lögregla í Nordland

Fimm hafa fundist í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri.

Fyrr í dag var greint frá því að þrír hefðu fundist látnir í brunarústunum. Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Sex voru staddir í bústaðnum þegar eldur kom upp en maður sem þar var staddur kom sér út af sjálfsdáðum áður en bústaðurinn brann til grunna. Hann þurfti að hlaupa nokkra kílómetra til að gera nágrönnum viðvart og hringja eftir hjálp. Eldurinn var svo mikill að hann komst ekki inn í bústaðinn til að bjarga þeim sem þar voru inni. Hann er nú á sjúkrahúsi undir læknishöndum.

Nöfn þeirra sem létust hafa ekki verið birt. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru og segja lögregluyfirvöld að ekkert bendi til þess að hann hafi komið upp nema fyrir slysni.

Strax í gær grunaði lögreglu að þau fimm, sem var saknað, hafi farist í eldinum.

Lögreglurannsókn fer nú fram á staðnum. Fram kemur í frétt NRK að nú þegar lík allra sem fórust sé fundin muni rannsóknin snúast að mestu að því að finna hver upptök eldsins voru.


Tengdar fréttir

Fimm saknað eftir bruna í sumar­bú­stað

Fimm er saknað eftir að bústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í nótt. Lögreglu barst tilkynning klukkan 04:30 að staðartíma eftir einn úr bústaðnum náði að láta nágranna vita.

Þriðja líkið fundið í brunarústunum

Leitarmenn fundu nú fyrir skömmu þriðja líkið í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt.

Fundu tvö lík í bruna­rústunum

Tveir hafa fundist látnir í brunarústum sumarbústaðar sem brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í gærnótt. Nöfn þeirra hafa ekki verið birt en fimm var saknað úr bústaðnum í gær, þar af fjögurra barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×