„Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. 30.1.2021 16:31
Lyfjastofnun hafa borist 210 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun Lyfjastofnun hafa nú borist 210 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. 141 þeirra er í kjölfar bólusetningar með bóluefni Pfizer og BioNTech og 69 í kjölfar bólusetningar með bóluefni Moderna. 30.1.2021 14:27
Lögreglumaðurinn sem lést í árásinni verður lagður til hinstu hvílu í þinghúsinu Brian Sicknick, lögreglumaðurinn sem lést í árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar, verður lagður til hinstu hvílu í bandaríska þinghúsinu. 30.1.2021 13:09
Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. 30.1.2021 12:31
800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30.1.2021 11:33
Stúdentar á Vetrargarði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara. 30.1.2021 09:33
Stúdentar þurfa að flytja með mánaðarfyrirvara og gætu þurft að greiða hærri leigu Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna. 28.1.2021 23:16
Kvensjúkdómalæknir segir Kristján ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu Benedikt Óskars Sveinsson, kvensjúkdómalæknir sem starfaði á tuttugu ára tímabili fyrir Krabbameinsfélag Íslands segir Kristján Oddsson ætla sér að rústa Krabbameinsfélaginu í hefndarskyni eftir að hafa verið sagt upp þar fyrir nokkrum árum. 28.1.2021 22:01
Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. 28.1.2021 22:00
Sex látnir eftir að köfnunarefni lak á kjúklingabúi Sex hafa látist eftir að köfnunarefni, eða nitur, í vökvaformi lak á kjúklingabúi í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. 28.1.2021 21:31