Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

800 manns í Hlíðarfjalli í dag

Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra.

Stúdentar á Vetrar­garði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi

Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara.

Stúdentar þurfa að flytja með mánaðar­fyrir­vara og gætu þurft að greiða hærri leigu

Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna.

Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn

Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel.

Sjá meira