Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar og sömuleiðis Kristrúnu Frostadóttur sem mun skipa efsta sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi þingkosningum. 13.2.2021 18:01
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13.2.2021 17:52
Lögmenn Trumps saka Demókrata um hræsni Lögmenn Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem flytja mál hans fyrir öldungadeild Bandaríkjanna vegna ákæru um embættisbrot, segja Demókrata herja hatursherferð gegn fyrrverandi forsetanum. Þeir segja þá hafa snúið út úr orðum forsetans fyrrverandi sem hann lét falla fyrir árásina sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun árs. 12.2.2021 23:21
Dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða brotaþola 1,8 milljónir eftir nauðgun Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands um að Wiktor Tomasz W. Tómasson skyldi sæta tveggja ára fangelsisvist vegna kynferðislegrar áreitni og nauðgunar auk þess sem hann skyldi greiða brotaþola 1,8 milljónir króna í miskabætur. 12.2.2021 21:58
Verkefnastjóri segir skilið við Borgarlínuna: „Óteljandi skiptin sem ég hef heyrt að ég sé frek og vilji stjórna öllu“ Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur, sagði skilið við Borgarlínuverkefnið um áramótin. Hún segir að viðhorf Vegagerðarinnar til samgangna í þéttbýli hafa leikið lykilþátt í ákvörðun hennar um að segja skilið við verkefnið. 12.2.2021 21:06
Segir nauðsynlegt að byggja atvinnulíf á Seyðisfirði aftur upp Forsætisráðherra segir að atvinnulíf á Seyðisfirði hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna náttúruhamfaranna þar. Ríkisstjórnin hafi því ákveðið að styðja við uppbygginu þess á næstu þremur árum. 12.2.2021 20:40
Ársreikningar fyrirtækja nú opnir öllum hjá Creditinfo Creditinfo hefur opnað fyrir gjaldfrjálsan aðgang að ársreikningum fyrirtækja. Öllum er heimilt að sækja upplýsingar um stöðu fyrirtækja hjá Creditinfo með þessum hætti. 12.2.2021 20:09
Færu beint í hörðustu aðgerðir ef til fjórðu bylgju kæmi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að gripið yrði strax til harðra aðgerða ef vísbendingar kæmu upp um að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins væri að hefjast hér á landi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað í dag að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig, í fyrsta skipti síðan 4. október síðastliðinn. 12.2.2021 18:45
Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12.2.2021 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atvinnulíf á Seyðisfirði hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna náttúruhamfaranna á í desember. 12.2.2021 18:00