Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjórn Icelandair Group endurkjörin

Forstjóri Icelandair Group segir framtíð félagsins bjarta þrátt fyrir mikið tap á síðasta ári. Hann býst við að félagið verði búið að ná fyrri styrk árið 2024. Kjör í stjórn félagsins fór fram á aðalfundi þess í dag og verður stjórnin óbreytt.

Nauðgunar­dómur mildaður um ár í Lands­rétti

Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Ragnar Þór Ingólfsson í beinni útsendingu sem var endurkjörinn formaður VR með miklum meirihluta. Ragnar hlaut 63 prósent atkvæða en þátttaka í formannskjörinu var sú mesta í sögu félagsins.

Álit Breta á Meg­han og Harry aldrei verið verra

Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist.

Vaka kynnir fram­boðs­lista sína

Vaka, hagsmunafélag stúdenta kynnti í kvöld framboðslista sína til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningar til stúdentaráðs fara fram 24. og 25. mars næstkomandi.

Röskva kynnir fram­boðs­listana

Framboðslistar Röskvu – samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningarnar fara fram 24. og 25. mars næstkomandi.

Sam­ræmdum prófum í ensku og stærð­fræði af­lýst

Samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem átti að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku, hefur verið aflýst. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þessa ákvörðun vegna hagsmuna nemenda og sjónarmiða skólasamfélagsins.

Sjá meira