Hjörvar Steinn bar sigur úr býtum í fyrri skák úrslitaeinvígsins Hjörvar Steinn Grétarsson fór með sigur af hólmi í fyrri skák úrslitaeinvígsins á Íslandsbikarnum síðdegis í dag. Hann atti kappi við Hannes Hlífar Stefánsson og hófst viðureignin klukkan tvö í dag. 13.3.2021 18:34
Fólk varað við að nálgast hvalinn Mikill mannfjöldi var í fjörunni á Garðskaga í dag en þar hefur hnúfubakur sem rak á land legið í nokkra daga. Fólk hefur verið varað við því að fara of nálægt hvalnum, en að sögn vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun mun hvalurinn brátt springa í loft upp vegna gasmyndunar. 13.3.2021 18:14
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö segjum við frá nýjum úrslitum í prófkjöri Pirata sem lauk í dag. 13.3.2021 17:57
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13.3.2021 16:59
Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. 12.3.2021 23:11
Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12.3.2021 22:21
Leiðir skilja hjá Jennifer Lopez og Alex Rodriguez Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eru hætt saman eftir fjögurra ára samband og trúlofun. Þetta herma heimildir slúðurblaðsins TMZ. 12.3.2021 22:01
Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12.3.2021 21:36
Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12.3.2021 20:33
Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12.3.2021 20:08