Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 23:11 Morgunblaðið hefur nú bannað birtingu efnis úr minningargreinum sem birtast í blaðinu. Vísir/Egill Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ. Fjölmiðlar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ.
Fjölmiðlar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira